Dofri Hermannsson | 25. febrúar Sprotaþingmaður? Á meðan „gróðærið“ gekk yfir og fjöldinn allur af fólki og fyrirtækjum vann við að lána hvert öðru peninga til að kaupa hvert annað þá var umhverfið mjög óhagstætt fyrir sprotafyrirtækin.

Dofri Hermannsson | 25. febrúar

Sprotaþingmaður?

Á meðan „gróðærið“ gekk yfir og fjöldinn allur af fólki og fyrirtækjum vann við að lána hvert öðru peninga til að kaupa hvert annað þá var umhverfið mjög óhagstætt fyrir sprotafyrirtækin.

Gengið var allt of hátt, kaupkröfur háar, hörð samkeppni við bankana um hæft fólk og vextir svo háir að engum datt í hug að fjárfesta í sprotafyrirtæki sem var allt eins líklegt að færi á hausinn! Frekar en að kaupa hlut í fyrirtæki sem framleiðir eitthvað sjálft var miklu snjallara að setja peningana á verðtryggðan reikning með 15% vöxtum – nú eða að hefja innflutning á einhverju.

En nú er staðan breytt. Peningarnir horfnir og við þurfum að framleiða einhverja vöru eða þjónustu til að skapa verðmæti og störf. Á margan hátt góð breyting þótt hún verði erfið. Við eigum að styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki eins og hægt er. Þannig sköpum við fjölbreytt og sterkt atvinnulíf til frambúðar.

Ef þessi þingmannssproti nær að verða sprotaþingmaður mun hann beita sér fyrir því.

dofri.blog.is