IVAN, sex ára gamall sonur Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, lést í gær en hann hafði verið mikið fatlaður frá fæðingu. Ivan þjáðist af krampalömun og var alvarlega flogaveikur og því þurfti hann að fá umönnun allan sólarhringinn.

IVAN, sex ára gamall sonur Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, lést í gær en hann hafði verið mikið fatlaður frá fæðingu.

Ivan þjáðist af krampalömun og var alvarlega flogaveikur og því þurfti hann að fá umönnun allan sólarhringinn. Hann veiktist í fyrrinótt og lést í gærmorgun.

Gordon Brown forsætisráðherra og William Hague, talsmaður Íhaldsflokksins, vottuðu Cameron og fjölskyldu hans samúð sína áður en þingfundir hófust í gær. Þau hjónin, Cameron og Nancy, kona hans, eiga tvö önnur börn, fimm ára gamla dóttur og þriggja ára gamlan son.

Brown hefur einnig misst barn, fyrsta barn sitt, stúlku, sem var aðeins 10 daga gömul er hún lést 2002, og síðan hefur annar sona hans greinst með arfgengan sjúkdóm, sem veldur lömun í öndunar- og meltingarfærum. svs@mbl.is