Marsellíus Bernharðsson
Marsellíus Bernharðsson
SAGA skipasmíða Marsellíusar Bernharðssonar er rakin í máli og myndum á sýningu í Safnahúsinu á Ísafirði. Farið er yfir skipasmíðar Marsellíusar og einskorðast sýningin við nýsmíðar hans á tímabilinu 1936 til 1977.

SAGA skipasmíða Marsellíusar Bernharðssonar er rakin í máli og myndum á sýningu í Safnahúsinu á Ísafirði.

Farið er yfir skipasmíðar Marsellíusar og einskorðast sýningin við nýsmíðar hans á tímabilinu 1936 til 1977. Fjöldi veggspjalda með ljósmyndum prýðir sýninguna og vitnað er í blaðagreinar frá þessum árum er tengjast skipasmíðinni. Kristján G. Jóhannsson stendur fyrir sýningunni sem verður opin fram undir páska. Unnt er að skoða veggspjöldin á vef safnanna: safn.isafjordur.is/.