2. mars 1994 | Fólk í fréttum | 229 orð

ÍSAFJÖRÐUR Daníel Jakobsson Íþróttamaður ársins þróttamaður Ísafjarðar 1993 var

ÍSAFJÖRÐUR Daníel Jakobsson Íþróttamaður ársins þróttamaður Ísafjarðar 1993 var kjörinn í hófi sem bæjarstjórn efndi til á fimmtudag.

ÍSAFJÖRÐUR Daníel Jakobsson Íþróttamaður ársins þróttamaður Ísafjarðar 1993 var kjörinn í hófi sem bæjarstjórn efndi til á fimmtudag. Fjórar tilnefningar komu frá íþróttafélögum í bænum en bæjarstjórn kaus svo Daníel Jakobsson skíðagöngumann úr þeirra hópi.

Þau sem tilnefnd voru til verðlaunanna eru Sigríður Þorláksdóttir úr kvennaknattspyrnuliði BÍ, Sigurður Samúlesson golfmaður, Helga Sigurðardóttir sundkona og Daníel.

Daníel er aðeins 20 ára en er margfaldur Íslandsmeistari í göngu. Hann æfir með Asarna ÍK í Svíþjóð þar sem hann stundar jafnframt háskólanám. Frá árinu 1993 liggur eftir hann eftirfarandi afrekalisti: Íslandsmeistari í 30 km göngu (rúmum 8 mín. á undan næsta manni), Íslandsmeistari í 15 km göngu, Íslandsmeistari í tvíkeppni, Bikarmeistari SKÍ og Íslandsmeistari í boðgöngu ásamt Árna F. Elíassyni og Gísla E. Árnasyni, en það var einmitt Gísli sem tók við verðlaununum fyrir Daníel, en hann er nú á Ólympíuleikunum í Lillehammer.

Daníel er meðal bestu skíðagöngumanna í Svíþjóð þar sem hann vann 8 göngukeppnir í fyrra og varð í 2. og 6. sæti á sænska meistaramótinu í flokki 19­20 ára.

Að sögn þeirra sem fylgst hafa með ferli Daníels er hann raunsær og yfirvegaður keppnismaður, sem hefur æft af samviskusemi allt frá 8 ára aldri og stefnir á að ná árangri á Ólympíuleikunum 1998, en þá verður hann væntanlega á besta aldri skíðagöngumanna.

Daníel Jakobsson skíðagöngumaður var staddur á Ólympíuleikunum í Lillehammer þegar verðlaunin voru afhent.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.