Handboltinn sameinaði bræðurna Patrek og Guðna Th. Jóhannessyni. Patrekur gerðist atvinnumaður í handbolta í Þýzkalandi meðan Guðni gaf sig sögunni á vald en áður en hann lagði boltann á hilluna náði hann að verða bikarmeistari með sínu liði á Englandi.

Handboltinn sameinaði bræðurna Patrek og Guðna Th. Jóhannessyni. Patrekur gerðist atvinnumaður í handbolta í Þýzkalandi meðan Guðni gaf sig sögunni á vald en áður en hann lagði boltann á hilluna náði hann að verða bikarmeistari með sínu liði á Englandi.

En allt byrjaði þetta í ganginum heima í Garðabæ.

„Við gátum spilað tímunum saman á ganginum heima,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. „Þar skutum við á mark og um leikinn giltu flóknar reglur; til dæmis mátti boltinn ekki fara í vegg og við máttum ekki skjóta of fast. Ef við negldum of fast í hurðina, sem var markið, heyrðist kallað í eldhúsinu eða stofunni: Ekki svona fast. Þessar æfingar á ganginum hafa örugglega haft sitt að segja um það hversu snjall handboltamaður Patti varð.“

„Það var oft mikið tekizt á í handboltanum í ganginum heima,“ segir Patrekur. „Guðni er keppnismaður. Það er skap í honum. Við þoldum illa að tapa og vorum oft fúlir yfir úrslitunum og hvor út í annan. Með aldrinum tamdi Guðni sér að hafa stjórn á skapi sínu. Enda varð ég fljótt stór og mikill svo hann átti ekki séns í mig. Þá reyndi hann að tala mig til.“ | 24