Minning: Stefán Óli Albertsson Fæddur 4. febrúar 1904 Dáinn 3. mars 1988 Nú er hann Stefán Albertsson, vinur minn og fyrrum félagi, horfinn af sviði jarðlífsins. Ég hringdi til Stefáns og Halldóru fyrir stuttu og sagði þeim að mig langaði að heimsækja þau og var þeirri fregn vel tekið.

Fyrir tæpu ári var ég síðast hjá þeim smá stund, en Stefán var þá rúmliggjandi. Andlát Stefáns bar að áður en af heimsókn minni yrði.

Við Stefán hittumst fyrst á verkstæði Guðlaugs Magnússonar, gullsmiðs, þar sem ég lærði og vann á uppgangstímum fyrirtækisins.

Ég man þegar Stefán mætti fyrst til vinnu. Hann var snyrtilegur til fara, svipurinn hreinn en festulegur og mér fannst hann minna á aðals mann í fasi.

Guðlaugur frændi minn var bú inn að segja mér að von væri á manni sem væri úr sveit og hefðihann fallist á að taka hann til reynslu á verkstæðið. Það þarf ekkiað orðlengja. Þessi nýi starfskraftur reyndist farsæll í alla staði. Honumvar snemma falið að sjá um framleiðsluna á verkstæðinu og síðar bauð Guðlaugur honum að gerast hluthafi í félagi sem hann stofnaði um rekstur verkstæðisins. Stefán vann þessu fyrirtæki alla tíð á meðan hann gat stundað vinnu.

Ég kynntist Stefáni nokkuð vel, því við vorum vinnufélagar og leigðum saman herbergi í eitt eða tvö ár.

Stefán sagði mér aldrei ævisögu sína eins og tíðkast í dag, en ég fékk hana að hluta til með því að raða saman brotum sem hann lét stundum falla.

Hann var einstakur félagi, nærgætinn, hjálpsamur og skemmtilegur og hann tók aldrei undir ef hallað var á einhvern mann.

Ég varð einu sinni vitni að smá athugasemd sem hann gerði viðræðu vinnufélaga okkar. Þessi fé lagi firrtist við Stefán og sagði að hann þyrfti ekki að segja sér fyrir verkum, því hann hefði á sinni stuttu ævi farið víða og kynnst mörgu. Ég heyrði þá Stefán muldra í barm sér: "Það getur tæplega verið meðmæli með manni."

Stefán var félagslyndur, allra manna léttastur og skemmtilegastur á góðri stund. Samband okkar Stefáns varð ekki sem skyldi eftirað við giftum okkur. Ég heimsótti þau hjón alltof sjaldan enda þótt ég hugsaði oft til þeirra.

Ég vil enda þessar línur mínar á samtali okkar Halldóru, þegar ég hringdi síðast til þeirra hjóna. Ég sagði við Halldóru: "Mér þykir leitt hvað ég hefi rækt illa vinskapinn við ykkur Stefán." "Já, Jens, það er svona, vinir fara og aðrir koma."

Jens Guðjónsson