Tedrykkja Britney Spears er aðdáandi Elísabetar drottningar.
Tedrykkja Britney Spears er aðdáandi Elísabetar drottningar. — Reuters
SÖNGKONUNA Britney Spears langar mikið að hitta Elísabetu Englandsdrottningu.

SÖNGKONUNA Britney Spears langar mikið að hitta Elísabetu Englandsdrottningu.

Spears heldur um þessar mundir nokkra tónleika í London og langar að nota tækifærið og fara með syni sína tvo, Sean og Jayden, í Buckingham-höll til að drekka síðdegiste með hinum 83 ára krúnuhafa. „Dagskráin hjá Britney í Bretlandi hefur verið mjög þétt en hún vill ekki yfirgefa landið án þess að heimsækja drottningu. Hún hefur sagt aðstoðarfólki sínu að hún þrái heitt að synir hennar hitti konungsfólkið. Og hún vill ekki verða fyrir vonbrigðum. Britney elskar allt sem konungsfjölskyldan stendur fyrir svo með því yrði draumur hennar að veruleika,“ er haft eftir heimildarmanni í breskum slúðurmiðli.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Spears sýnir aðdáun sína á konungsfjölskyldunni því árið 2002 skiptist hún á nokkrum tölvuskeytum við Vilhjálm prins.