Efnahags-brota-deild ríkislögreglu-stjóra hefur tekið til rannsóknar aðkomu FL Group, sem síðar varð Stoðir, að kaupunum á danska flug-félaginu Sterling.

Efnahags-brota-deild ríkislögreglu-stjóra hefur tekið til rannsóknar aðkomu FL Group, sem síðar varð Stoðir, að kaupunum á danska flug-félaginu Sterling. Verið er að rannsaka hvort við-skipti með Sterling hafi brotið í bága við lög um hluta-félög og hvort kaup og sala á Sterling milli tengdra aðila stangist á við umboðs-svika-ákvæði almennra hegningar-laga.

Hús-leit fór fram í húsnæði tengdu Hannesi Smárasyni og Logos lög-manns-stofu. Rannsóknin kemur í kjölfar þess að embætti skatt-rannsóknar-stjóra vísaði bókhalds-gögnum frá FL Group til efna-hags-brotadeildarinnar. Lagt var hald á gögnin í hús-leit í nóvember.