Brynja Bragadóttir
Brynja Bragadóttir
EINELTI á vinnustað er alvarlegt vandamál en talið er, að allt að 8% launþega verði fyrir barðinu á því. Getur það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir þann, sem fyrir því verður, og verið mjög dýrt fyrir fyrirtækin.

EINELTI á vinnustað er alvarlegt vandamál en talið er, að allt að 8% launþega verði fyrir barðinu á því. Getur það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir þann, sem fyrir því verður, og verið mjög dýrt fyrir fyrirtækin.

Kemur þetta fram í viðtali í Atvinnublaði Morgunblaðsins við Brynju Bragadóttur, mannauðsráðgjafa hjá Par-X, sem sérhæfir sig í streitu- og eineltismálum.

Brynja segir, að mörkin á milli aga og samkeppni á vinnustað og eineltishegðunar geti verið óglögg en eineltið hafi ávallt slæm áhrif á líkamlega og andlega líðan þolandans. Afleiðingarnar birtist í auknum veikindum og fjarvistum, minni afköstum og verri ímynd fyrirtækisins.

Vitnar Brynja í enskar og sænskar rannsóknir, sem sýna, að einelti kostar meðalstóran vinnustað 3,5 til 12 milljónir króna árlega. | Atvinna