— Morgunblaðið/Kristinn
Dalai Lama, trúar-leiðtogi Tíbeta, kom í þriggja daga heim-sókn til Íslands í síðustu viku og er þetta í fyrsta skipti sem Dalai Lama heim-sækir landið. Hann tók þátt í sam-trúarlegri bæna-samkomu í Hallgríms-kirkju í boði biskups Íslands.

Dalai Lama, trúar-leiðtogi Tíbeta, kom í þriggja daga heim-sókn til Íslands í síðustu viku og er þetta í fyrsta skipti sem Dalai Lama heim-sækir landið. Hann tók þátt í sam-trúarlegri bæna-samkomu í Hallgríms-kirkju í boði biskups Íslands. Þá kom Dalai Lama á sérstaka sam-komu í Háskóla Íslands þar sem mikið fjölmenni var. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni að hann teldi að menntun væri mann-kyninu afar mikil-væg en nauðsynlegt væri að vekja meiri athygli á siðferði-legum gildum. Einnig heim-sótti Dalai Lama Alþingi þar sem forseti Alþingis tók á móti honum og færði honum heklað sjal og hraun-mola frá Þing-völlum. Dalai Lama færði forsetanum fallegan síðan trefil. Leiðtoginn hitti einnig utanríkis-mála-nefnd Alþingis og þar með fulltrúa allra stjórn-mála-flokka á Alþingi.

Í Laugardals-höll var sneisa-fullur salur af fólki sem hlýddi á og með-tók vísdóms-orð Dalai Lama. Boð-skapurinn var kærleiks-ríkur, fléttaður saman við kímni og gátu áheyrendur í sal borið fram spurningar.