Listaverk Það sést glögglega hvaðan Namiki pennarnir koma.
Listaverk Það sést glögglega hvaðan Namiki pennarnir koma.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
VANDAÐUR penni er af mörgum talinn jafnómissandi hluti af vinnufatnaðinum og bindið og vandlega pússaðir skórnir.

VANDAÐUR penni er af mörgum talinn jafnómissandi hluti af vinnufatnaðinum og bindið og vandlega pússaðir skórnir.

Þegar klæðast þarf virðulegum jakkafötum í vinnunni og jafnvel sýsla með mikil verðmæti er eins og það passi engan veginn að hafa venjulegan plastpenna í vasanum og enn síður þegar þarf að undirrita mikilvæg skjöl og samninga.

Smáir safngripir

Þegar að er gáð reynist úrvalið í hágæðapennum nánast óendanlegt. Hægt er að finna fallega penna, jafnvel úr eðalmálmum, sem kosta nokkra tugi þúsunda króna, jafnt sem útskorna og handmálaða penna sem væri nær að kalla listaverk og safngripi en ritáhald.

Frægastir eru sennilega Montblanc-pennarnir sem byggja á rösklega 100 ára hefð en eru að auki áberandi í öllum glanstímaritum og jafnvel að stjörnur eins og Johnny Depp og Nicolas Cage ljá vörumerkinu ásjónu sína í auglýsingaherferðunum.

En önnur merki láta ekki síður að sér kveða í heimi lúxus-pennanna. Nefna má Caran D‘ache-pennana frá Sviss, sem kosta margir á við dýran smábíl. Sömu sögu má segja um hina ítölsku Omas-penna, sem einkannast margir af meiri litanotkun, mynstrum og myndskreytingu en hinir einföldu og stílhreinu pennar Caran D‘ache.

Japanir eiga líka sína fulltrúa í lúxuspennaheiminum, eins og Namiki sem er undir sterkum áhrifum asískrar skreytilistar, en Namiki er sproti af Pilot-pennafyrirtækinu og má rekja sögu merkisins fram fyrir seinna stríð.

Fleiri kannast þó sennilega við S.T. Dupont-pennana frá samnefndu frönsku skartgripafyrirtæki sem stofnað var 1872. Þeir eru fjarri því jafn rándýrir og pennar flestra þeirra framleiðenda sem hafa verið nefndir hér að framan, en þó slaga dýrustu útgáfurnar vel upp í verðið á góðri tölvu og sumir rúmlega það.