FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið í íþróttahúsi FB föstudaginn 22. maí sl. í sjötugasta og fyrsta sinn en 174 lokaprófsskírteini afhent. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, 9,09.

FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið í íþróttahúsi FB föstudaginn 22. maí sl. í sjötugasta og fyrsta sinn en 174 lokaprófsskírteini afhent. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, 9,09. Athygli vekur að nú voru 35 rafvirkjar útskrifaðir, en þeir hafa aldrei verið fleiri. Kristín Arnalds lætur í sumar af störfum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir 33 ára starf við skólann.

Framkvæmdir við nýja viðbyggingu ganga samkvæmt áætlun og er mikil tilhlökkun meðal starfsfólks og nemenda að taka bygginguna í notkun, en afhending er áætluð síðsumars. Byggingin mun gerbylta aðstöðu kennara og nemenda, því þar verða kennslustofur og góð mötuneytisaðstaða fyrir nemendur.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tekur þátt í ýmsum þróunar- og samstarfsverkefnum. Listnámsbraut skólans tekur þessi misserin þátt í evrópsku Comenius-verkefni og voru t.d. 32 nemendur og kennarar frá þremur löndum gestir FB nú á vordögum. Þá fékk skólinn m.a. styrk frá Evrópusambandinu vegna Leonardo-verkefnis á innflytjendabraut, en hún tekur þátt í ýmsum verkefnum. Starfsbraut skólans hefur einnig fengið góða styrki og tekið þátt í fjölda þróunarverkefna.