Morðið á Benno Ohnesorg í Vestur-Berlín 2. júní 1967 hleypti illu blóði í samskipti stúdenta og yfirvalda og var kveikjan að hryðjuverkahreyfingum áttunda áratugarins.
Morðið á Benno Ohnesorg í Vestur-Berlín 2. júní 1967 hleypti illu blóði í samskipti stúdenta og yfirvalda og var kveikjan að hryðjuverkahreyfingum áttunda áratugarins. Karl-Heinz Kurras, lögreglumaðurinn sem skaut Ohnesorg, reyndist á mála hjá Stasi og margir sjá nú söguna í nýju ljósi, bæði hvað snertir hægri öflin, sem vörðu Kurras, og vinstri öflin, sem gerðu hann að birtingarmynd fasískra tilhneiginga vestur-þýska ríkisins.