Bruni Slökkvilið náði fljótlega að ráða niðurlögum eldsins á Kleppsvegi. Þrír eru grunaðir um að hafa lagt eld að húsinu snemma í gærmorgun.
Bruni Slökkvilið náði fljótlega að ráða niðurlögum eldsins á Kleppsvegi. Þrír eru grunaðir um að hafa lagt eld að húsinu snemma í gærmorgun. — Morgunblaðið/Golli
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is TVEIR karlmenn og ein kona voru handtekin í gær í tengslum við eld sem kom upp á Kleppsvegi 102 í gærmorgun. Eru þau grunuð um að skvett bensíni yfir innanstokksmuni. Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu.

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson

haa@mbl.is

TVEIR karlmenn og ein kona voru handtekin í gær í tengslum við eld sem kom upp á Kleppsvegi 102 í gærmorgun. Eru þau grunuð um að skvett bensíni yfir innanstokksmuni. Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu.

Eldur kviknaði í tvílyftu einbýlishúsi en slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn slökkviliðs gekk starfið á vettvangi vel og vandræðalaust. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði eldurinn náð að teygja sig upp í ris hússins.

Eldurinn var nokkuð umfangsmikill. Búið var í húsinu og einn maður var inni í því þegar eldurinn kviknaði. Hann átti fótum sínum fjör að launa en komst heilu og höldnu út og ekki þurfti að flytja hann á slysadeild. Að sögn lögreglu og slökkviliðs eru umtalsverðar skemmdir á húsinu eftir brunann.