Ástfangin Justin Timberlake og Jessica Biel á rauða dreglinum.
Ástfangin Justin Timberlake og Jessica Biel á rauða dreglinum.
STÓRSTJÖRNURNAR Jessica Biel og Justin Timberlake eyddu miklum tíma í símanum áður en þau fóru á sitt fyrsta stefnumót.

STÓRSTJÖRNURNAR Jessica Biel og Justin Timberlake eyddu miklum tíma í símanum áður en þau fóru á sitt fyrsta stefnumót.

Biel, sem hefur verið á föstu með Timberlake síðan 2007, hefur sagt frá því að þeim hafi verið komið saman af vini en þau hafi viljað kynnast betur áður en þau hittust.

„Við höfum verið saman í nokkur ár, ég vil ekki tala mikið um það en við hittumst í gegnum sameiginlegan vin. Við töluðum mikið við hvort annað í síma áður en við hittumst svo við náðum að kynnast á þann háttinn,“ sagði Biel í spjallþætti David Letterman.

Biel sagði líka að hún hefði engan sérstakan áhuga á því að gifta sig í nálægri framtíð því hún vill frekar einbeita sér að vinnunni.