Ólafur Stefánsson, lands-liðs-maður í hand-knattleik og leik-maður Ciudad Real, lék sinn síðasta leik með spænska liðinu um síðast-liðna helgi þegar liðið mætti Alfreð Gíslasyni og læri-sveinum hans í Kiel í seinni úrslita-leik liðanna um...

Ólafur Stefánsson, lands-liðs-maður í hand-knattleik og leik-maður Ciudad Real, lék sinn síðasta leik með spænska liðinu um síðast-liðna helgi þegar liðið mætti Alfreð Gíslasyni og læri-sveinum hans í Kiel í seinni úrslita-leik liðanna um Evrópu-meistara-titilinn. Ólafur og félagar höfðu betur í leiknum, unnu 33:27 og samtals 67:66 þar sem Kiel sigraði 39:34 í fyrri leiknum sem fram fór í Þýska-landi.

Ólafur átti fínan leik með Ciudad og var marka-hæsti maður liðsins og gerði síðasta mark leiksins og gull-tryggði þar með sigurinn.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðs-þjálfari í hand-knattleik, sagði við Morgun-blaðið að íþrótta-ferill Ólafs væri glæsilegur enda var þetta fjórði Evrópu-meistara-titill Ólafs, þrisvar hefur hann orðið meistari með Ciudad og einu sinni með Magdeburg, þá undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.