LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands brautskráði 54 nemendur 29. maí sl. við athöfn sem fór fram í Reykholtskirkju. Þetta er fimmta vorið sem nemendur eru brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands.
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands brautskráði 54 nemendur 29. maí sl. við athöfn sem fór fram í Reykholtskirkju. Þetta er fimmta vorið sem nemendur eru brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Árið 2009 er mikið tímamótaár fyrir skólann en nú eru 120 ár liðin frá því að fyrsti nemandinn innritaðist til náms á Hvanneyri sem markar upphaf skólastarfs á staðnum. Þá eru nú liðin 70 ár frá því að garðyrkjumenntun hóf göngu sína og markar þannig árið 1939 upphaf starfsins á Reykjum í Ölfusi þar sem höfuðstöðvar garðyrkjunáms eru. Í vor eru 60 ár liðin frá því að fyrstu búfræðikandídatarnir útskrifuðust en þann lærdómstitil báru háskólamenntaðir Hvanneyringar allt til ársins 1999.