Undirritun Forsvarsmenn Byr og HR rita undir samninginn.
Undirritun Forsvarsmenn Byr og HR rita undir samninginn.
BYR sparisjóður og Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að efla fjármálalæsi Íslendinga.
BYR sparisjóður og Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að efla fjármálalæsi Íslendinga. Byr verður aðalstyrkaraðili stofnunarinnar en á hennar vegum verða stundaðar rannsóknir og efnt til námskeiða sem miða að bættu fjármálalæsi þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr og Háskólanum í Reykjavík.

Stofnunin er í mótun og undirbúningi. Í vor var efnt til nokkurra námskeiða fyrir viðskiptavini Byrs en með haustinu hefst starfsemin.

helgivifill@mbl.is