Nýherji í Borgartúni
Nýherji í Borgartúni
APPLICON í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við tvo af stærri bönkum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea, um innleiðingu á hugbúnaðinum Calypso sem var þróaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum.

APPLICON í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við tvo af stærri bönkum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea, um innleiðingu á hugbúnaðinum Calypso sem var þróaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum.

Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum fyrirtækjanna og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem bankinn er með starfsemi.

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í viðskiptahugbúnaði, með starfsemi í Danmörku og Svíþjóð, auk Íslands. Hjá Applicon-félögunum starfa um 170 ráðgjafar. thorbjorn@mbl.is