Styrkveiting Í aftari röð eru (f.v.) Christina Folke Ax, Þóra B. Hjartardóttir, Íris Ellenberger, Hafliði P. Gíslason. Fremri röð: Guðmundur Jónsson, Auður Hauksdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.
Styrkveiting Í aftari röð eru (f.v.) Christina Folke Ax, Þóra B. Hjartardóttir, Íris Ellenberger, Hafliði P. Gíslason. Fremri röð: Guðmundur Jónsson, Auður Hauksdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.
AUÐUR Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, fékk í gær 1,7 milljóna króna styrk til að rannsaka sögu Dana á Íslandi á fyrstu sex áratugum síðustu aldar.

AUÐUR Hauksdóttir, dósent í dönsku við Háskóla Íslands, fékk í gær 1,7 milljóna króna styrk til að rannsaka sögu Dana á Íslandi á fyrstu sex áratugum síðustu aldar. Sjóður Selmu og Kay Langvads veitir styrkinn en verkefnið nefnist Á mótum danskrar og íslenskrar menningar, Danir á Íslandi 1900-1970. Verkefnið hefur áður hlotið styrk frá Rannís til þriggja ára.

Aðstandendur rannsóknarinnar eru Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Norrænna fræða og málvísinda (Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab) við Kaupmannahafnarháskóla.

Könnuð verður saga Dana sem hér bjuggu og hvaða áhrif þeir höfðu á menningu, efnahag og samfélag. Einnig verður gaumgæft hvernig íslenskt samfélag mótaði þá og hvernig þeir ræktuðu menningu heimalands síns og tungu. Sérstök áhersla verður á að ræða við Dani sem hér hafa búið lengi. skulias@mbl