— Ljósmynd/Víkurfréttir
EIÐUR Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, gekkst í gær fyrir styrktarhátíð fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í úrvalsdeild karla.
EIÐUR Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Barcelona, gekkst í gær fyrir styrktarhátíð fyrir leik Grindavíkur og Keflavíkur í úrvalsdeild karla. Hátíðin var til styrktar Frank Bergmann, ungum Grindvíkingi sem glímir við krabbamein, en Eiður hefur fylgst lengi með baráttu hans. Frank þótti sjálfur efnilegur í fótboltanum áður en hann varð að leggja hann til hliðar vegna veikindanna. Eiður fékk kunna skemmtikrafta í lið með sér, m.a. þá Sveppa og Audda. Frank tók sjálfur þátt í fjörinu með þeim af fullum krafti og stillti sér upp með þeim á Grindavíkurvelli.