Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
BEATRICE Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá Íslendingum verði að berast eins fljótt og auðið er vilji þeir leita aðstoðar Svía í umsóknarferlinu.
Svíar verða í forsæti Evrópusambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi og munu gegna því hlutverki næsta hálfa árið. „Afstaða Svía er alveg ljós; við viljum fá fleiri Norðurlandaþjóðir inn í Evrópusambandið og stuðningur Norðurlandanna getur reynst Íslendingum mikilvægur.“ Ask segir jafnframt að ríkisstjórn Svíþjóðar hafi fylgst vel með vandræðum Íslendinga og hún leitist við að aðstoða Íslendinga eftir fremsta megni.| 8