29. júní 1944 Leyndardómar Snæfellsjökuls, skáldsaga Jules Verne, kom út í íslenskri þýðingu, einni öld eftir að hún var samin. 29. júní 1980 Vigdís Finnbogadóttir, 50 ára leikhússtjóri, var kjörin forseti Íslands.

29. júní 1944

Leyndardómar Snæfellsjökuls, skáldsaga Jules Verne, kom út í íslenskri þýðingu, einni öld eftir að hún var samin.

29. júní 1980

Vigdís Finnbogadóttir, 50 ára leikhússtjóri, var kjörin forseti Íslands. Hún hlaut 34% atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson 32%, Albert Guðmundsson 20% og Pétur J. Thorsteinsson 14%. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Hún var forseti í sextán ár.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.