HÆGT er á ný að kaupa og selja íslenskar krónur á flugvöllum í Bretlandi. Að sögn vefsíðunnar IceNews ætti að forðast að skipta við gjaldeyrisborð þar því mikill munur er á kaup- og sölugengi.
HÆGT er á ný að kaupa og selja íslenskar krónur á flugvöllum í Bretlandi. Að sögn vefsíðunnar IceNews ætti að forðast að skipta við gjaldeyrisborð þar því mikill munur er á kaup- og sölugengi. Vilji maður selja fást 186 krónur fyrir pundið á flugvöllum í Lundúnum. Þeir sem vilja kaupa pund þurfa að greiða 245 krónur fyrir hvert pund. Munurinn er 25%. Á Íslandi fást nú 210 krónur fyrir pundið og þeir sem vilja selja krónur þurfa að borga 212 krónur fyrir pundið.