<h4>Á rölti við Ráðherrabústað</h4>GULBRÖNDÓTTUR köttur gerði sér glaðan dag, gekk í kringum Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og hélt sem leið lá niður að Tjörn. Kannski væri ráð að taka kisa til fyrirmyndar og fara í göngutúr í dag?

Á rölti við Ráðherrabústað

GULBRÖNDÓTTUR köttur gerði sér glaðan dag, gekk í kringum Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og hélt sem leið lá niður að Tjörn. Kannski væri ráð að taka kisa til fyrirmyndar og fara í göngutúr í dag? — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hamingjuleit í hamrandi einelti einverunnar Í MORGUNBLAÐINU á dögunum var grein frá manni sem lýsti sínum langvarandi vanda út af einelti sem leiddi fljótlega til félagslegrar einangrunar.

Hamingjuleit í hamrandi einelti einverunnar

Í MORGUNBLAÐINU á dögunum var grein frá manni sem lýsti sínum langvarandi vanda út af einelti sem leiddi fljótlega til félagslegrar einangrunar. Þetta var einnig vandamál hjá mér í æsku, á unglingsárum og það ber jafnvel á því enn í dag þó maður sé að komast á miðjan aldur.

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að fólk leitar stöðugt meira eftir ráðgjöf sem fórnarlömb eineltis/andlegs/líkamlegs ofbeldis innan heimilis og utan, hvort sem það er tengt kreppunni eða ekki.

En einelti og einvera eru eiginlega andstæðingar, og þó: Í örvæntingu af völdum áfalls af völdum slyss/látins ættinga/vinar/kynferðis ofbeldis/eineltis eða annars vanda hverfur einstaklingur inn í einveru. Þar tekur við ef svo mætti segja „eina hamingjan“ – eina athvarfið. En fljótlega kemst viðkomandi að því að það er líka versta mál. Tengslin við annað fólk eru rofnuð og það er orðið versta mál að fara út í búð að kaupa sér brýnustu nauðsynjar því að enginn vill láta sjá sig skjálfandi og með sjálfstraustið í molum. Hugsunin verður ósjálfrátt sú að taka líf sitt, en þá verður málið fyrst ennþá flóknara: Hvernig ætla ég að enda þetta? Aðferðir sem koma upp í hugann verða ekki raktar hér. Það vita allir um þau skelfingarmál. Í slíkri örvæntingu þurfa flestir hjálp sérfræðings. Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum meðferðir hjá fagfólki og er betri maður eftir og höndla nú lífið á allt annan hátt en í fyrstu örvæntingu.

En best er að vinna þetta allt saman á fyrirbyggjandi hátt með því t.d. að takast á við áskoranir, og hugsa á vandræðalegustu augnablikum: Fall er fararheill, en ekki ferð til fjandans.

Elín Ebba Ásmundsdóttir er einn þekktasti iðjuþjálfi okkar og hún hefur kynnt fyrir fólki „geðræktarkassann“, þar sem eru geymdar minningar frá vinum og ættingjum, bréf, myndir og jafnvel tau, (með persónulykt viðkomandi). Ég hef ekki sjálfur komið mér upp slíkum kassa, en ég er að vinna í handriti, leikhúsverki, þar sem þessi geðvæni kassi kemur við sögu.

– Neikvæðar öfgar í okkar lífsorku geta fryst mann í örvæntingu, en jákvæðar öfgar geta fengið Pollýönnu til að syngja. Ræktað upp hlýjan, bjartan skrúðblómagarð í dimmasta skammdegi, allt eftir því hvernig maður breytir orku sinni og lærir að breyta henni á drauma sína og markmið, en síður á eigin martraðir.

Atli Viðar Engilbertsson,

fjöllistamaður.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is