FYRIRÆTLANIR The Royal Opera House í Bretlandi um að byggja útibú í Manchester eru nú í uppnámi. Óperan hefur verið í viðræðum við umsjónarmenn hinnar nýbyggðu Manchester Palace Theater um að koma starfsemi sinni þar inn.

FYRIRÆTLANIR The Royal Opera House í Bretlandi um að byggja útibú í Manchester eru nú í uppnámi. Óperan hefur verið í viðræðum við umsjónarmenn hinnar nýbyggðu Manchester Palace Theater um að koma starfsemi sinni þar inn.

Talsmenn styrktarsjóðsins The Lowry segja að útibúið myndi skaða viðskiptamódel hússins og ef af samstarfinu yrði myndi það ógna þeim 116 milljónum punda sem skattgreiðendur hafa þegar lagt í bygginguna. Styrktarsjóðurinn vill því að húsið verði nýtt betur og að The Roayl Ballet fái þar einnig inni með starfsemi sína.

Borgarfulltrúar Manchester ræða nú við alla aðila og vonast til að finna lausn. Þeir hafa þó sagt að borgin vilji að í húsinu verði útibú frá The Royal Opera House.