Farrah Fawcett Verður jarðsungin á morgun.
Farrah Fawcett Verður jarðsungin á morgun. — Reuters
ÚTFÖR leikkonunnar Farrah Fawcett sem lést á fimmtudaginn fer fram á morgun í Los Angeles og verður lokuð almenningi.

ÚTFÖR leikkonunnar Farrah Fawcett sem lést á fimmtudaginn fer fram á morgun í Los Angeles og verður lokuð almenningi.

Leikkonan, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Charlie's Angels, var 62 ára þegar hún tapaði baráttu sinni við ristilkrabbamein.

Síðustu mánuðir Fawcett voru kvikmyndaðir fyrir sjónvarpsstöð og verður heimildarmyndin Farrah's Story sýnd á völdum stöðvum síðar á árinu.

Hún greindist fyrst með krabbamein í september 2006 og lýsti því yfir fjórum mánuðum síðar að hún væri laus við meinið. Síðar kom þó í ljós að svo var ekki. Fawcett og sambýlismaður hennar til 27 ára ætluðu að gifta sig á næstunni en leikkonan dó áður en þau gátu farið með heit sín. Þau eiga soninn Redmond saman.