— Ljósmynd/Guðmundur Tómasson
HINN árlegi Tungufljótsróður Kayakklúbbsins fór fram um helgina. Sextán ræðarar tóku þátt að þessu sinni og var keppt í fjórum riðlum. Ragnar Karl Gústafsson sigraði, Aðalsteinn Möller lenti í öðru sæti og Thomas Altmann í því þriðja.

HINN árlegi Tungufljótsróður Kayakklúbbsins fór fram um helgina. Sextán ræðarar tóku þátt að þessu sinni og var keppt í fjórum riðlum.

Ragnar Karl Gústafsson sigraði, Aðalsteinn Möller lenti í öðru sæti og Thomas Altmann í því þriðja.

Á myndinni má sjá Ragnar Karl taka fram úr Aðalsteini Möller á síðustu metrunum og tryggja sér þannig sigurinn í úrslitarimmunni.