Að segja sögu. Norður &spade;ÁK5 &heart;85 ⋄ÁDG76 &klubs;G74 Vestur Austur &spade;3 &spade;D4 &heart;K974 &heart;DG1063 ⋄1093 ⋄8542 &klubs;ÁKD52 &klubs;106 Suður &spade;G1098762 &heart;Á2 ⋄K &klubs;983 Suður spilar 4&spade;.

Að segja sögu.

Norður
ÁK5
85
ÁDG76
G74
Vestur Austur
3 D4
K974 DG1063
1093 8542
ÁKD52 106
Suður
G1098762
Á2
K
983
Suður spilar 4.

Sem gjafari opnar suður á 3 og norður hækkar í fjóra. Sjálfgefnar sagnir, en hið sama verður ekki sagt um vörnina. Eða hvað? Vestur tekur þrjá efstu í laufi og þarf nú að spila fjórða laufinu til að uppfæra D. Er það svo erfitt?

Ja, er eitthvað sem mælir á móti því að suður sé með litlu hjónin sjöundu í spaða, Á blankan og tvo hunda í tígli? Þá væri ekki gæfulegt að spila út í tvöfalda eyðu og láta sagnhafa henda niður tígulhundi heima.

Vörnin brást víða þegar spilið kom upp í bandarísku landsliðskeppninni. Ekki þó hjá Boyd og Robinson. Austur henti G í þriðja hálaufið og vestur skildi það sem beiðni um lauf áfram. Þeir félagar kalla með lágum spilum og því er G frávísun í hjarta, en um leið tilraun til að segja einhverja sögu.