EFTIR þrjú mót á Íslensku mótaröðinni í golfi er staðan nokkuð jöfn, bæði hjá körlum og konum, en fjórða mótið verður Íslandsmótið í höggleik sem hefst á Grafarholtsvelli 23. júlí.

EFTIR þrjú mót á Íslensku mótaröðinni í golfi er staðan nokkuð jöfn, bæði hjá körlum og konum, en fjórða mótið verður Íslandsmótið í höggleik sem hefst á Grafarholtsvelli 23. júlí.

Staðan hjá körlunum eftir þrjú mót er þannig að Magnús Lárusson úr GKj er efstur með 2.431,50 stig en næstur kemur Björgvin Sigurbergsson úr Keili með 2.150,50 stig. Þá er Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG með 2.002,50 stig, Sigmundur Einar Másson, GKG, er með 1.981,88 stig, Helgi Birkir Másson, GSE, er í fimmta sæti með 1.914,38 stig, Einar Haukur Óskarsson úr GOB hefur 1.785,00 stig í sjötta sætinu.

GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er með 1.710,00 stig, Axel Bóasson, GK, 1.627,50, Sigurþór Jónsson, GR, 1.500,00, Ólafur Björn Loftsson, NK, 1.312,50 og Íslandsmeistarinn í höggleik, Kristján Þór Einarsson úr GKj er með 1.308,75 stig í ellefta sæti.

Hjá konunum er Signý Arnórsdóttir úr Keili efst með 3.562,50 stig, Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi er með 3.146,25 stig í öðru sæti og síðan koma Ragna Björk Ólafsdóttir, GK, 3.060,00, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, 2.970,00, Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 2.883,75, Ingunn Gunnarsdóttir GKG, 2.250,00 og í sjöunda sæti er Nína Björk Geirsdóttir úr GKj með 2.032,50 stig.

skuli@mbl.is