Sam Tillen
Sam Tillen
FRAMARAR spila á gervigrasi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA þegar þeir sækja velska liðið The New Saints heim hinn 9. júlí. Splunkunýr leikvangur velska liðsins, Park Hall, er lagður gervigrasi.

FRAMARAR spila á gervigrasi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA þegar þeir sækja velska liðið The New Saints heim hinn 9. júlí. Splunkunýr leikvangur velska liðsins, Park Hall, er lagður gervigrasi. Hann er reyndar ekki í Wales, heldur í enska bænum Oswestry, sem er skammt frá landamærum Englands og Wales. Lið staðarins var sameinað liði í velska bænum Llantsaffraid þegar The New Saints var stofnað á sínum tíma.

Sam Tillen, enski bakvörðurinn sem leikur með Fram, segir í viðtali á heimasíðu The New Saints að það verði ekki erfitt fyrir sitt lið að spila á gervigrasinu í Oswestry.

„Á Íslandi er undirbúningstímabilið mjög langt og fer allt fram á gervigrasi því náttúrulegt gras er ekki tilbúið fyrr en í lok apríl,“ segir Tillen m.a. í viðtalinu. Þar segir hann líka að ein átta lið í íslensku úrvalsdeildinni myndu spjara sig fyllilega í ensku 3. deildinni og tvö til þrjú bestu liðin á Íslandi myndu standa fyrir sínu í 2. deild. vs@mbl.is