— Ljósmynd/Sigfús Gunnar
MIKE Riley, einn kunnasti knattspyrnudómari Englendinga, mætti annað árið í röð á Shell-mót 6. flokks drengja í Vestmannaeyjum og dæmdi úrslitaleikinn á laugardaginn.
MIKE Riley, einn kunnasti knattspyrnudómari Englendinga, mætti annað árið í röð á Shell-mót 6. flokks drengja í Vestmannaeyjum og dæmdi úrslitaleikinn á laugardaginn. Nú var um mjög sérstakan viðburð að ræða því þetta var síðasti leikur Rileys á ferlinum en hann er hættur að dæma og tekur við sem yfirmaður dómaranna í ensku úrvalsdeildinni. Riley skildi flautuna eftir í umsjón Eyjamanna en hér er hann með fyrirliðum Fylkis og KR fyrir úrslitaleikinn.