Til bjargar TF-LÍF náði í piltinn af jöklinum á laugardaginn.
Til bjargar TF-LÍF náði í piltinn af jöklinum á laugardaginn.
UNGI pilturinn sem lenti ofan í sprungu í Geitlandsjökli á laugardag handarbrotnaði í slysinu og lunga féll saman. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en er að jafna sig.

UNGI pilturinn sem lenti ofan í sprungu í Geitlandsjökli á laugardag handarbrotnaði í slysinu og lunga féll saman. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en er að jafna sig.

Pilturinn, sem er fimmtán ára gamall, var í skemmtiferð með fjölskyldu og vinum og var við annan mann á vélsleða.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sem rannsakar slysið, er ekki enn að fullu ljóst hvers vegna sleðanum var ekið á undan öðrum sleðum og inn á sprungusvæði.

Rannsaka tildrögin

Slysið átti sér stað rétt hjá kletti í jöklinum sem heitir Hamarinn, en hann er um fjóra kílómetra frá skálanum á Kaldadal þar sem venjulega er lagt upp á jökulinn. Lögregla segir margt enn óljóst um tildrög þess að drengurinn féll ofan í sprunguna. Þá sé ekki ljóst hvort pilturinn hafi ekið snjósleðanum, en hann er ekki nógu gamall til að öðlast réttindi á slík tæki.

Ásgeir Sæmundsson björgunarsveitarmaður sem tók þátt í björguninni segir piltinn hafa gert rétt með því að stíga af sleðanum og kanna umhverfið þegar hann uppgötvaði að hann var kominn inn á varhugavert sprungusvæði. Svo virðist sem hann hafi bara gengið nokkur skref áður en jökullinn gleypti hann.

Gangi í línu

Ásgeir segir að fólk sem gengur á jökli eigi að sjálfsögðu að binda sig saman, í því felist mikið öryggi. Falli einn ofan í sprungu geti hinn varið hann falli og jafnvel bjargað honum aftur upp úr. Hann segir jökulinn hafa verið blautan og erfiðan enda sólbráð mikil. „Staðreyndin er hins vegar sú að jöklar eru alltaf varhugaverðir og það eru vélsleðar líka.“ svanbjorg@mbl.is