Meistarar Leikmenn Brasilíu höfðu ríka ástæðu til að fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum í úrslitaleik Álfubikarsins, 3:2, eftir að hafa lent 0:2 undir.
Meistarar Leikmenn Brasilíu höfðu ríka ástæðu til að fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum í úrslitaleik Álfubikarsins, 3:2, eftir að hafa lent 0:2 undir. — Reuters
BRASILÍUMENN urðu í gærkvöldi Álfumeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Bandaríkjamann 3:2 í úrslitaleik þar sem Bandaríkin komust í 2:0 í fyrri hálfleik.

BRASILÍUMENN urðu í gærkvöldi Álfumeistarar í knattspyrnu þegar liðið lagði Bandaríkjamann 3:2 í úrslitaleik þar sem Bandaríkin komust í 2:0 í fyrri hálfleik. Brasilíumenn gáfust þó ekki upp, Luis Fabiano skoraði tvívegis og Lucio gerði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Bandaríkjamenn létu Brasilíumenn svo sannarlega hafa fyrir hlutunum í gær og eins og svo oft áður sóttu Brasilíumenn mikið og gleymdu sér fyrir vikið stundum í vörninni. En eftir að þeir náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik réðu þeir lögum og lofum á vellinum og sigur þeirra var sanngjarn.

Dramatík í bronsleiknum

Spánverjar hrepptu þriðja sætið í keppninni með því að vinna Suður-Afríku 3:2 í framlengdum leik sem var svo sannarlega dramatískur. Ekkert var skorað fyrr en á 73. mínútu að Mphele kom Suður-Afríku yfir. Guiza jafnaði á 88. mínútu og kom Spáni yfir mínútu síðar. Mphele jafnaði með síðustu spyrnunni í uppbótartíma og Xabi Alonso tryggði sigurinn í framlengingu. skuli@mbl.is