Svavar Knútur
Svavar Knútur
TÓNLEIKAFERÐALAGIÐ Hver á sér fegra föðurland heldur áfram í dag með tónleikum í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Þar munu hljómsveitin Árstíðir og trúbadúrarnir Helgi Valur og Svavar Knútur leika lög úr söngbókum sínum.

TÓNLEIKAFERÐALAGIÐ Hver á sér fegra föðurland heldur áfram í dag með tónleikum í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Þar munu hljómsveitin Árstíðir og trúbadúrarnir Helgi Valur og Svavar Knútur leika lög úr söngbókum sínum. Árstíðir sendu nýlega frá sér sína fyrstu breiðskífu en Svavar Knútur kemur reglulega fram með sveitinni. Hann mun einnig leika sín eigin lög. Auk þess verður haldin blautföðurlandskeppni að tónleikum loknum þar sem karlar keppa um besta útlitið í blautum ullarsokkabuxum.

Tónleikarnir hefjast klukkan fjögur.