7. ágúst 2009 | Íþróttir | 114 orð | 2 myndir

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Fyrsti leikur Íslands á EM í Finnlandi er eftir 17 daga

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðbjörg Gunnarsdóttir er einn þriggja markvarða íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi. *Guðbjörg er 24 ára og leikur í marki Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni.
Guðbjörg Gunnarsdóttir er einn þriggja markvarða íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

*Guðbjörg er 24 ára og leikur í marki Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni.

*Guðbjörg hefur leikið þrettán A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá fyrsti var æfingaleikur gegn Skotlandi í mars árið 2004.

*Guðbjörg hóf ferilinn hjá FH í Hafnarfirði en flutti sig yfir að Hlíðarenda eftir sumarið 2002 og lék þar með Val. Hún samdi svo við Djurgården nú í vetur og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

*Hún hefur leikið 94 leiki í efstu deild á Íslandi, þar af 23 með FH, og ellefu leiki í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún hefur haldið markinu hreinu í sex leikjum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.