Smart tafla Töflurnar eru gagnvirkar og því er hægt að kalla fram allt sem er í tölvu. Eins er hægt að skrifa beint á töfluna með fingri eða penna.
Smart tafla Töflurnar eru gagnvirkar og því er hægt að kalla fram allt sem er í tölvu. Eins er hægt að skrifa beint á töfluna með fingri eða penna.
Svokallaðar smarttöflur verða sífellt algengari í íslenskum skólastofum en það eru töflur sem eru tengdar tölvum. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Varmáss sem selur töflurnar, segir það vera mikinn mun að vera með smarttöflu.

Svokallaðar smarttöflur verða sífellt algengari í íslenskum skólastofum en það eru töflur sem eru tengdar tölvum. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Varmáss sem selur töflurnar, segir það vera mikinn mun að vera með smarttöflu. „Krítartöflunni og tússtöflunni er hent út og smarttaflan kemur í staðinn. Á töfluna er hægt að skrifa og kalla fram öll forrit sem eru í tölvunni, landakort og í raun hvað sem viðkomandi dettur í hug. Allt er það kallað fram í gegnum tölvu og skjávarpa. Á töfluna er svo hægt að skrifa með puttanum eða með sérstökum penna, hvort sem einhverju er varpað upp á töflu eða ekki.“

Þægilegri tafla

Ólafur hefur selt smarttöflur á Íslandi síðan árið 2001 og segir töflurnar nú komnar í 70-80 skóla. „Hlíðaskóli er fyrsti skólinn sem skipti út öllum töflum hjá sér og er bara með smarttöflur í öllum skólastofum. Svo eru margir skólar sem eru með helming kennslustofa með smarttöflur en aðrir skólar eru bara með eina töflu,“ segir Ólafur og bætir við að kostir taflnanna séu margvíslegir. „Helsti kosturinn er sá að í staðinn fyrir að kennarinn sitji við tölvuna sína og skýri eitthvað út fyrir nemendum þá stendur kennarinn við töfluna og stjórnar tölvunni sinni með fingri á töflunni. Kennarinn getur í raun gert allt á töfluna sem hann getur gert í tölvunni, notað öll forrit sem eru í tölvunni líka. Auk þess eru minni líkur á að kennarinn fái birtu af skjávarpa í augun á sér því skjávarpinn með smarttöflunum er mun nær töflunni en aðrir skjávarpar.“