BALLETT Þrjú ár enn óra Kristín Guðjohnsen hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í ballettinum Draumar eftir Stephen Mills, sem Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir, ásamt þremur öðrum dansverkum.

BALLETT Þrjú ár enn óra Kristín Guðjohnsen hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í ballettinum Draumar eftir Stephen Mills, sem Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir, ásamt þremur öðrum dansverkum. Þóra hóf ballettnám árið 1980 í Belgíu en var síðan í bellettskóla Eddu Scheving. Ári síðar hóf hún nám við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún starfaði með Íslenska jazzballettflokknum í eitt ár en var ráðin við Íslenska dansflokkinn haustið 1988. Hún starfaði í þrjú ár í Þýskalandi, fyrst við Borgarleikhúsið í Darmstadt og síðan við Tanz forum í Köln. Stephen Mills hefur áður komið við sögu í íslenskum ballett. Fyrir rúmu ári setti hann upp verk sitt Rauðar rósir með Íslenska dansflokknum. Í bellettinum Draumar dansar Þóra m.a. tvídans með Hany Hadaya. Í þessu verki er enginn söguþráður en öll sporin eru byggð á klassísri ballettþjálfun. Breska hljómsveitin Praise á tónlistina sem ballettinn er saminn við, þetta er því í orðsins fyllstu merkingu nútímadanstónlist," segir Þóra. Mér finnst mjög gaman að dansa svona verk, en það er erfitt. Ég er nýlega komin í þjálfun aftur eftir að hafa átt við meiðsl í baki og hásin að stríða síðan í fyrra vetur. Ég tók þó þátt í sýningu í júní í fyrra sem frumsýnd var í Kaplakrika í Hafnarfirði og við fórum síðan með til Bonn í Þýskalandi. Ég er alveg búin að ná mér eftir meiðslin, en þau kenndu mér mikið, bæði að vinna tæknilega réttar með líkamann og einnig hefur hugarfar mitt gagnvart dansi og því lífi sem þróast í kringum hann breyst," segir Þóra ennfremur. Mér finnst ég sjá betur nú að dansinn er ekki bara draumaheimur og að metnaðurinn getur orðið of mikill. Ef maður ætlar að fara lengra með líkamann en hann getur, þá stöðvar hann mann. Ég hef hugsað mér að dansa í mesta lagi þrjú ár í viðbót, en ekki lengur en þar til ég verð þrítug. Ég hef alltaf haft áhuga á fatahönnun og húsgagnahönnun, matargerð er líka eitt af mínum áhugamálum. Eitthvað af þessu tagi höfðar til mín og verður kannski mitt framtíðarverkefni. Ég er ein af þeim sem á erfitt með að taka ákvarðanir og reyni því að láta tímann vinna með mér, leyfa hlutunum að þróast eðlilega," segir Þóra að lokum.

Morgunblaðið/Kristinn

Þóra K. Guðjohnsen

Þóra K. Guðjohnsen og Hany Hadaya í tvídansi úr verkinu Adieu sen er eitt af fjórum verkum sem Íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir