ÓPERA Wagner á Vesturgötunni eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur æknirinn og óperuunnandinn Árni Tómas Ragnarsson tekur á móti mér með barn í fangi. Ég elti hann niður í kjallara í húsi hans við Vesturgötu í Reykjavík.

ÓPERA Wagner á Vesturgötunni eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur æknirinn og óperuunnandinn Árni Tómas Ragnarsson tekur á móti mér með barn í fangi. Ég elti hann niður í kjallara í húsi hans við Vesturgötu í Reykjavík. Í allstóru herbergi í kjallaranum hafa Árni og Selma Guðmundsdóttir kona hans komið fyrir sjónvarpi og geislamyndspilara á borði fyrir framan nokkrar stólaraðir. Fáeinir gestir eru komnir til þess að horfa á óperusýningu. Þorsteinn Blöndal læknir, einn gestanna, tekur barnið meðan Árni sýnir mér hróðugur stóra gullplötu". Hér á eru óperur Wagners, Niflungahringurinn allur saman, við erum byrjuð að hafa forsýningar á verkinu hér áður en verkið verður sýnt stytt á Listahátíð í vor, " segir hann og bregður plötunni í tækið.

Í sömu andránni og Gwyneth Jones í hutverki Brynhildar, hefur upp raust sína í sjónvarpinu byrjar litla heimasætan, Selma Lára, að hrína. Það er ekki að kynja því nú býr Brynhildur sig til að stíga á bálið, við undirleik voldugra þrumutóna Wagners, Ragnarök nálgast, áhorfendum er eftirlátið að ákveða hvort heimurinn ferst algjörlega eða hvort nýr heimur rís upp af rústum þess gamla. Wagner lætur svarið koma í tónlistinni en ekki textanum," segir Árni og hraðspólar fyrir mig svo ég sjái sem fyrst fulltrúa mannkynsins fylgjast með Valhöll brenna og snúa sér síðan að augliti áhorfenda.

Það gerir ekkert til fyrir dramatíkina þótt stórir kaflar í verkinu séu skornir úr," segir Árni. Það skýrist sumpart af því að Wagner skrifaði verkið aftur á bak og segir í fjórða kafla það sem gerðist í hinum þremur sem hann hafði þá enn ekki skrifað og þannig koll af kolli."

Árni hefur haft forgöngu um að sýna hið mikla verk Wagners Niflungahringinn óstyttan. Þessar sýningar hafa margir vinir og velunnarar óperunnar séð. Þetta verk er hugsað sem ein heild þótt það sé samansett af fjórum óperum," segir Árni. Upphaflega var víst ætlun Wagners að Sigurður Fáfnisbani, yrði aðalpersóna Niflungarhingsins. En þegar Wagner var kominn vel á veg með verkið breyttust hugmyndir hans og Niflungarhringurinn varð að harmsögunni um Óðinn, drottnara alheimsins, sem hafði rangt til að auka auð sinn og völd og hlaut því að farast að lokum.

Textinn í þessu mikla tónlistar- og leikverki er mjög mikilvægur. Ég sá Niflungahringinn í fyrsta skipti í sjónvarpi með skjátexta og skildi allt, þar með varð bæði músikin og leikritið miklu aðgengilegra. Það fólk sem hefur séð sýningarnar hérna hefur einmitt haft orð á því hve skjátextinn sé því mikilvægur. Inn á þessum verkum er skjátexti, hægt að velja á milli texta á ensku, þýsku og ítölsku. Þetta hefur alltaf mikið að segja, ekki síst í Wagneróperum."

Það er barnabarn Richards Wagner, Wolfgang Wagner sem er listrænn ráðgjafi við uppfærslu Niflungahringsins á Listahátíð. Hann stakk sjálfur upp á að stytta Niflungahringinn og við gripum þá hugmynd hans á lofti, sem við höfðum ekki einu sinni dirfst að nefna upphátt þegar við hittum hann í Bayreuth á síðasta ári. Þessi uppfærsla í vor hefur vakið mikla athygli erlendis, bæði vegna styttingarinnar og tengsla verksins við Ísland."

Engin ópera hefur eins mikla skýrskotun til Íslands eins og Niflungahringurinn, söguþráður verksins er sótt í íslensk rit, svo sem Eddukvæði og Völsungasögu. Það tala margir um lengd Niflungahringsins og telja hann ekki síst merkilegan fyrir það, sannleikurinn er hins vegar sá að það er boðskapur verksins, það að ástin sé það sem máli skiptir í lífinu, sem er það merkilegasta við þetta verk," segir Þorsteinn Blöndal þegar rætt er um gildi þessa mikla verks. Bæði hann og aðrir gestir Árna og Selmu eru sammála um að þýðing forsýninganna á Niflungahringnum, sem þau hjón hafa staðið fyrir að undanförnu sé mikil. Þetta tiltæki Árna mun stækka talsvert þann fremur fámenna hóp Wagneraðdáenda sem fyrir var," segir Þorsteinn. Árni getur þess að Styrktarfélag Óperunnar hafi staðið fyrir svona óperukynningum um árabil, Þetta er bara svolítil viðbót," segir hann hæversklega og bætir við: þótt veturinn í vetur sé í þessu húsi helgaður Wagner vegna sýningar Listahátíðar í vor, þá verður haldið áfram hér næsta vetur, og þá kannski á öðrum nótum en Wagners."

Morgunblaðið/Þorkell

Frá ópersýningu á Vesturgötu 36 B. Fremstir á myndinni sitja f.v. Árni Tómas Ragnarsson og Þorsteinn Blöndal

Robert Wagner