Átta lóðir eftir í Fífuhvammslandi NÁNAST öllum lóðum hefur verið úthlutað í Fífuhvammslandi í Kópavogi, sem auglýstar voru í lok síðasta mánaðar. Átta einbýlishúsalóðum er óráðstafað en 300 lóðir eru gengnar út.

Átta lóðir eftir í Fífuhvammslandi

NÁNAST öllum lóðum hefur verið úthlutað í Fífuhvammslandi í Kópavogi, sem auglýstar voru í lok síðasta mánaðar. Átta einbýlishúsalóðum er óráðstafað en 300 lóðir eru gengnar út.

Svæðið afmarkast af Reykjanesbraut í vestri, Arnarnesvegi í suðri, Hádegishólum í austri og bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs í norðri. Næst Reykjanesbraut er fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði en austan félagssvæðis Gusts verður iðnaðarsvæði og austan þess að Hádegishólum verður íbúðarhúsnæði fyrir um 1.000 íbúa.

Í byrjun næsta mánaðar munu hefjast gatnaframkvæmdir á svæðinu og er fyrirhugað að lóðirnar verði byggingarhæfar síðla sumars, segir í frétt frá Kópavogskaupstað.