ÚR MYNDASAFNINU . . . ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Suður um höfin að sólgylltri strönd laggskip íslenska skipaflotans, Gullfoss, fór í tvær vetrarferðir til sólarlanda í janúar og febrúar árið 1967. Lagt var upp í fyrri ferðina 17. janúar og sigldu 102 farþegar...

ÚR MYNDASAFNINU . . . ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Suður um höfin að sólgylltri strönd laggskip íslenska skipaflotans, Gullfoss, fór í tvær vetrarferðir til sólarlanda í janúar og febrúar árið 1967. Lagt var upp í fyrri ferðina 17. janúar og sigldu 102 farþegar með skipinu frá Reykjavík. Farið var meðal annars til Azoreyja, Kanaríeyja, Marokkó og Portúgal. Gullfoss hreppti slæmt veður á leiðinni yfir Atlantshaf, en brátt böðuðu Íslendingarnir sig í suðrænni sól. Stór hópur manna var á hafnarbakkanum til að kveðja vini og vandamenn, þegar Gullfoss sigldi úr höfn í fyrri ferðina og voru myndirnar teknar við það tækifæri.

Nokkrir farþeganna um borð í Gullfossi við brottför frá Íslandi.

Gullfoss leggur frá bryggju í Reykjavík að kveldi 17. janúar 1967.

Mannmargt var á hafnargarðinum í Reykjavíkurhöfn að kveðja vini og vandamenn er Gullfoss hélt suður um höfin til sólarlanda.