Símnotendur hlýða á fjöldamorðingja New York. The Daily Telegraph. FJÖLDAMORÐINGI, sem taka á af lífi eftir tíu vikur, hefur lesið hugrenningar sínar inn á band, og selt símafyrirtæki á Florida.

Símnotendur hlýða á fjöldamorðingja New York. The Daily Telegraph.

FJÖLDAMORÐINGI, sem taka á af lífi eftir tíu vikur, hefur lesið hugrenningar sínar inn á band, og selt símafyrirtæki á Florida. Geta símnotendur nú hringt í síma sem fyrirtækið gefur upp og hlýtt á John Wayne Gacy, sem dæmdur er fyrir 33 morð, lýsa því yfir að hann sé saklaus.

Saksóknarinn í Illinois, þar sem Gacy er í haldi, er ævareiður yfir uppátækinu og hefur strengt þess heit að láta loka símalínunni.

John W. Gacy hefur beðið aftöku í átta ár og á hún að fara fram 10. maí. Hann var dæmdur sekur um að hafa rænt, pyntað, nauðgað og myrt 33 menn en lík flestra þeirra fundust undir húsi Gacys nærri Chicago, þar sem hann rak byggingarfyrirtæki. Mál Gacys var m.a. kveikjan að bíómyndinni To Catch a Killer.

Símnotendur greiða 1.99 dali á mínútuna fyrir að hlýða á Gacy lýsa yfir sakleysi sínu. Upptaka hans er alls tólf mínútna löng og er þeim vonbrigði, sem vonuðust eftir því að fá innsýn í sjúkan huga fjöldamorðingja. Gacy byggir vörn sína á því að dómurinn yfir honum standist ekki vegna formgalla og því að hann hafi ekki drepið neinn. Lýkur upptökunni á því að Gacy segir dóminn verða til þess að menn velti því fyrir sér, hver John Wayne Gacy sé í raun og veru... 34. fórnarlambið.