Ferðakynning Heimsklúbbs Ingólfs HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma hafa gefið út nýja, litríka ferðaáætlun með ferðum í allar álfur heimsins árið 1994. Ferðirnar verða kynntar í Ársal Hótels Sögu kl. 2 e.h. í dag og einnig á Sólrisuhátíð í...

Ferðakynning Heimsklúbbs Ingólfs

HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma hafa gefið út nýja, litríka ferðaáætlun með ferðum í allar álfur heimsins árið 1994. Ferðirnar verða kynntar í Ársal Hótels Sögu kl. 2 e.h. í dag og einnig á Sólrisuhátíð í Súlnasal í kvöld og er öllum heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir.

Viðskipti Heimsklúbbsins og ferðaskrifstofu hans, Prímu hf. ukust um næstum helming á síðasta ári. Auk þess starfar Heimsklúbbur Ingólfs sem óformlegt menningarfélag þeirra sem ferðast á vegum hans og gengst fyrir fræðslufundum, myndasýningum og margskonar undirbúningi farþeganna fyrir ferðir á fjarlægar slóðir til að tryggja sem bestan árangur ferðanna.

Meðal þess sem kynnt verður á Hótel Sögu í dag og kvöld er til dæmis lista- og menningarferð um Ítalíu, stjörnuborgir Austurlanda, Safaríferð um Tanzaníu og Kenya og hringferð um hnöttinn. Aðgangur að kynningunni kl. 14 í dag er ókeypis en á Sólrisuhátíðinni kl. 19 í Súlnasal borga þátttakendur 1.900 kr. fyrir kvöldverð, skemmtun og dansleik með hljómsveit og er árgjald klúbbfélaga einnig innifalið. Sú skemmtun er næstum uppseld.

(Fréttatilkynning).