Laugabúð á Eyrarbakka lokað Eyrarbakka. BÚIÐ er að loka verslun Guðlaugs Pálssonar Eyrarbakka. Guðlaugur lést í lok síðasta árs en hann var talinn heimsins elsti kaupmaður, hafði rekið verslun sína í meir en 70 ár í sama húsnæðinu.

Laugabúð á Eyrarbakka lokað Eyrarbakka.

BÚIÐ er að loka verslun Guðlaugs Pálssonar Eyrarbakka. Guðlaugur lést í lok síðasta árs en hann var talinn heimsins elsti kaupmaður, hafði rekið verslun sína í meir en 70 ár í sama húsnæðinu.

Laugabúð, eins og Eyrbekkingar hafa kallað verslun Guðlaugs, hefur verið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem komið hafa til Eyrarbakka. Erlendir ferðamenn hafa til dæmis komið í hópum til að sjá Guðlaug og láta mynda sig með honum í búðinni.

Börn Guðlaugs hafa lokað versluninni og selt vörubirgðir hennar.

Óskar