— Morgunblaðið/Kristinn
MIKILL ys og þys er í Íslensku óperunni þessa dagana. Þar fara fram æfingar á Ástardrykknum eftir Donizetti en verkið verður frumsýnt næstu helgi.
MIKILL ys og þys er í Íslensku óperunni þessa dagana. Þar fara fram æfingar á Ástardrykknum eftir Donizetti en verkið verður frumsýnt næstu helgi. Garðar Thór Cortes leikur ungan mann sem reynir að vinna hug Dísellu Lárusdóttur en þegar það gengur illa leitar hann til kuklara, Bjarna Thors Kristinssonar, sem útvegar honum svokallaðan ástardrykk.

Þegar litið var í kjallara óperunnar rétt fyrir æfingu á fimmtudaginn iðaði allt af lífi. Verið var að leggja lokahönd á búninga, söngvararnir sátu prúðbúnir fyrir framan stóra spegla á meðan verið var að greiða þeim og farða en aðrir gengu um og rauluðu stef úr óperunni. | 24