— Morgunblaðið/Kristinn
Eyþór Árnason leikari og einn þekktasti sviðs-stjóri í íslensku sjónvarpi, hlaut Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóða-bókina Hundgá úr annarri sveit, sem er hans fyrsta bók.
Eyþór Árnason leikari og einn þekktasti sviðs-stjóri í íslensku sjónvarpi, hlaut Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóða-bókina Hundgá úr annarri sveit, sem er hans fyrsta bók.

„Það er langt síðan ég byrjaði, ætli það séu ekki komin 25 ár frá því ég fór að setja saman eitt-hvert smotterí. Ljóða-áhugann fékk ég fyrir löngu; byrjaði með Skóla-ljóðunum. Og þótt ég væri alinn upp með hefðbundna kveðskapnum, þar sem ekkert hefur gerst eftir Davíð [Stefánsson], þá fékk ég mikinn áhuga á nútíma-kveðskap. Ég sökkti mér oní þetta og las heil-mikið og skrifaði eitt-hvað svo-lítið, en síðustu þrjú ár hefur þetta aukist og komið meiri þungi í kveðskapinn,“ sagði Eyþór.