„ÉG ER nú bara að vinna um helgina, þannig að ég get ekkert haldið upp á þetta,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður, sem á 26 ára afmæli í dag.
„ÉG ER nú bara að vinna um helgina, þannig að ég get ekkert haldið upp á þetta,“ segir Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður, sem á 26 ára afmæli í dag. Gunnar hefur starfað sem lögreglumaður í fimm ár en hann komst á bragðið þegar hann prófaði að sækja um hjá sumarlögreglunni að loknu stúdentsprófi frá MR.

Hann segir vinnuna vissulega skemmtilega þótt nú séu erfiðir tímar og sótt að lögreglumönnum úr öllum áttum. Hann nýtir frítímann til æfinga á brasilísku sjálfsvarnaríþróttinni jiu jitsu, en þessa dagana hefur Gunnar reyndar lítinn tíma til tómstunda, ekki einu sinni til að halda upp á afmælið eins og áður segir, því hann er á kafi í aukavöktum hjá lögreglunni. Sem betur fer er það nú ekki allt til einskis því Gunnar er framsýnn maður og aukavaktirnar eru allar liður í stærri áætlun. „Ég keypti mér utanlandsferð og er að safna fyrir henni. Ég ætla nefnilega að kíkja til London, það verður eiginlega afmælisveislan,“ segir Gunnar og bætir því við að þetta verði hálfgerð kreppuferð, því hann ætlar að treysta á að hann fái ókeypis gistingu hjá kunningjum. Og hvað ætlar hann að gera í London? „Bara slappa af, fá mér gott að borða og njóta lífsins.“ una@mbl.is