Kóngurinn Papa Jazz er enn á fullu í tónlistinni.
Kóngurinn Papa Jazz er enn á fullu í tónlistinni.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „Djassinn, sem er til í mörgum skemmtilegum stílum, var popptónlist þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Steingrímsson tónlistarmaður sem er áttræður á morgun.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson

sbs@mbl.is

„Djassinn, sem er til í mörgum skemmtilegum stílum, var popptónlist þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Steingrímsson tónlistarmaður sem er áttræður á morgun. Afmælistónleikar Guðmundar, sem gjarnan er nefndur Papa Jazz, verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefjast kl. 15. Þar koma ýmsir djassarar fram. Þar má nefna píanóleikarana Carl Möller og Árna Ísleifsson, gítarleikarann Ólaf Hauk og Bjarna Sveinbjörnsson bassaleikara. „Ég lofa skemmtilegu swingi á tónleikunum,“ segir afmælisbarnið sem leggur áherslu á nota w-ið í þessu samhengi.

Í dag koma út æviminningar Guðmundar, skráðar af Árna Matthíassyni. Þar eru rifjaðar upp ýmsar sögur af sviðinu og af litríkum ferli Guðmundar sem byrjaði að spila djass fyrir 65 árum og er enn að sem trymbill í Furstunum, hljómsveit Geirs Ólafssonar.

„Ég ætla að halda áfram að spila svo lengi sem ég hef dómgreind og skrokkurinn dugar til. Ég vona bara að ég eldist vel,“ segir Papa Jazz.