Áhugi annarra fjölmiðla á Morgunblaðinu er ánægjulegur. Hann sýnir styrk og mikilvægi blaðsins. Jafn ljóst er að einstaka fjölmiðlar líta á styrk Morgunblaðsins sem ógn við sig og því miður litar það fréttaflutning þeirra.
Áhugi annarra fjölmiðla á Morgunblaðinu er ánægjulegur. Hann sýnir styrk og mikilvægi blaðsins.

Jafn ljóst er að einstaka fjölmiðlar líta á styrk Morgunblaðsins sem ógn við sig og því miður litar það fréttaflutning þeirra. Þeir geta ekki stillt sig um að reyna að koma höggi á Morgunblaðið, jafnvel þótt það kosti þá trúverðugleikann.

Nýjasta dæmið um þetta var umfjöllun um þá ákvörðun tiltekinna blaðamanna Morgunblaðsins að söðla um og þiggja boð um starf á nýjum vettvangi. Reynt var að gera þá ákvörðun tortryggilega og að þessu sinni gekk fréttastofa Ríkisútvarpsins lengst.

Fréttastofan bjó til frétt um meintar ástæður vistaskiptanna en sleppti því að hafa eftir einum starfsmannanna hverjar ástæður breytinganna væru og sérstaklega hverjar þær væru ekki. Þetta mátti lesa í yfirlýsingu starfsmannsins sem birt var á mbl.is í fyrradag.

Þrátt fyrir mikinn áhuga og ranga frétt daginn áður fór þessi yfirlýsing alveg framhjá fréttastofunni. Hún fór raunar einnig framhjá öðrum miðlum sem höfðu sýnt málinu áhuga daginn áður.

Er ástæðan sú að enginn áhugi hafi var á að fjalla um Morgunblaðið þegar ljóst var að ekki væri hægt að setja það í neikvætt ljós?

Slík vinnubrögð koma ekki á óvart þegar sumir fjölmiðlar eiga í hlut, en ætli margir hafi áttað sig á að slík fréttamennska sé stunduð á Ríkisútvarpinu?