Rafbræður GusGus munu svífa á teknóvængjum þöndum um NASA í kvöld.
Rafbræður GusGus munu svífa á teknóvængjum þöndum um NASA í kvöld.
HEFÐ hefur myndast fyrir því að dásemdarteknósveitin GusGus ljúki Airwaves með hljómleikum á NASA. Engin breyting verður á því í ár og stíga GusGus-liðar á svið rétt fyrir miðnætti.
HEFÐ hefur myndast fyrir því að dásemdarteknósveitin GusGus ljúki Airwaves með hljómleikum á NASA. Engin breyting verður á því í ár og stíga GusGus-liðar á svið rétt fyrir miðnætti. Fleiri listamenn koma fram á NASA (sjá dagskrá hér á síðunni) og einnig verða tónleikar á Sódómu þar sem óvæntur gestur mun troða upp. Fjöldi tónleika verður þá á hinum ýmsu stöðum sem standa utan formlegrar dagskrár Airwaves. Með tónleikunum mun GusGus ljúka fyrsta hluta tónleikaferðarinnar Komm Tanz Mit Mir, en með henni kynnir sveitin nýjustu breiðskífu sína, 24/7 . Sveitin mun einnig frumsýna nýtt myndband á tónleikunum, sem er gert við lagið „Thin Ice“. Eins og segir í dagskrárbæklingi Airwaves: „GusGus er ekki hljómsveit, heldur raftónlistarleg stofnun. Að mæta á tónleika hennar er ekki val, heldur skylda.“